Þrýstingsfall í flugvél Bláfugls vegna leka við frakthurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 10:23 Bláfugl er flugfélag sem sinnir fraktflutningum. Bluebird Þrýstingsfall varð í einni af Boeing-fraktflugvélum flugfélagsins Bláfugls í gærmorgun þegar vélin var á leið frá Dublin til Keflavíkur. Þrýstingsfallið uppgötvaðist þegar vélin var skammt frá Færeyjum. Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina. Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina.
Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira