Lífið

Hundruð þúsunda horfa á íslenska náttúru með slökunartónlist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstakt land sem margir hafa áhuga á að sjá. Ekki skemmir fyrir að hafa slökunartónlist undir. 
Einstakt land sem margir hafa áhuga á að sjá. Ekki skemmir fyrir að hafa slökunartónlist undir. 

Það er fyrir löngu orðið heimsfrægt hversu falleg íslensk náttúru er og má svo sannarlega sjá það á YouTube-síðunni Scenic Relaxation.

Það er að finna klukkustunda langa kvikmynd þar sem aðeins má finna íslenskar náttúruperlur.

Það sem gerir myndbandið einstakt er að falleg slökunartónlist gengur undir myndinni allan tímann og blandast tónlistin stundum saman við íslenskt náttúruhljóð.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið vel yfir tvö hundruð þúsund sinnum á fjórum dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×