Mótmæli bænda urðu að óeirðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 16:20 Þúsundir bænda mótmæltu á götum Nýju Delí. Margir óku um á traktorum og einhverjir voru jafnvel á hestum. AP/Altaf Qadri Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag. Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí. Indland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí.
Indland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent