Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 14:55 Starfsfólk HÍ þurfti að taka á honum stóra sínum eftir lekann. Vísir/Egill Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, segir að verið sé að endurnýja stofnlögnina. Veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, var rofinn of snemma í verkinu. „Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum,“ segir Gestur. Það var um eitt leytið aðfaranótt 21. janúar sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Um er að ræða niðurstöðu greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. Gestur segir að Veitur séu með frjálsa ábyrgðatryggingu og tryggingarfélagi Veitna hafi verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga. Einnig hafi verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum. Starfsfólk Háskóla Íslands vann hörðum höndum að því að dæla vatni út úr byggingum skólans.Vísir/Egill „Þegar tjón verður og skera þarf úr um bótaábyrgð er það á verksviði tryggingarfélaga, ekki Veitna. Það mat liggur ekki fyrir á þessari stundu. Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma,“ segir Gestur framkvæmdastjóri í tilkynningu. Skólastarf í Háskóla Íslands hefur raskast nokkuð vegna atviksins. Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13 „Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, segir að verið sé að endurnýja stofnlögnina. Veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, var rofinn of snemma í verkinu. „Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum,“ segir Gestur. Það var um eitt leytið aðfaranótt 21. janúar sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Um er að ræða niðurstöðu greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. Gestur segir að Veitur séu með frjálsa ábyrgðatryggingu og tryggingarfélagi Veitna hafi verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga. Einnig hafi verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum. Starfsfólk Háskóla Íslands vann hörðum höndum að því að dæla vatni út úr byggingum skólans.Vísir/Egill „Þegar tjón verður og skera þarf úr um bótaábyrgð er það á verksviði tryggingarfélaga, ekki Veitna. Það mat liggur ekki fyrir á þessari stundu. Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma,“ segir Gestur framkvæmdastjóri í tilkynningu. Skólastarf í Háskóla Íslands hefur raskast nokkuð vegna atviksins.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13 „Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13
„Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08