Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:01 Sífellt fleiri dýrar eignir seljast á yfirverði. Heimild/Landsbankinn Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. Fasteignamarkaðurinn ber ýmis merki þess að vera mjög fjörugur um þessar mundir. Til að mynda var meðalsölutími á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sextíu dagar í upphafi síðasta árs. Undir lok ársins hafði tíminn styst um tvær vikur og fasteingir seldust þá að meðaltali á 46 dögum. Íbúðir hafa raunar aldrei selst jafn hratt og kaupsamningum fjölgar. Síðasta ár er það umsvifamesta á fasteignamarkaði frá 2007 og Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir nokkrar vísbendingar gefa til kynna að að fasteignaverð muni hækka á næstunni. „Til að mynda þetta hlutfall sem er að seljast yfir ásettu verði, sem hefur aukist undanfarið,“ segir Una. Undir lok síðasta árs seldust um 22 prósent íbúða yfir ásettu verði, samanborið við átta prósent árið áður. Mest er yfirboðið í dýrari eignir. Þrjátíu prósent fasteigna sem kostuðu yfir 75 milljónir seldust yfir ásettu verði undir lok árs, en einungis ellefu prósent íbúða sem kostuðu undir 35 milljónum. „Þessi kreppa sem við erum núna að fara í gegnum kemur svolítið misjafnlega við fólk eftir tekjuhópum,“ segir Una. Of lítið framboð gæti verið af stærri sérbýlum eftir mikla uppbyggingu á íbúðum í fjölbýlum. Lágir vextir gera húsnæðiskaupin einnig hagstæðari en Una bendir á að sumir hafi þó líka einfaldlega meira á milli handanna en áður, meðal annars vegna samkomutakmarkana. „Tækifæri til neyslu eru að einhverju leyti af skornum skammti. Það hefur gert það að verkum að fólk hefur haft svigrúm til að fara út í fasteignakaup og þá kannski stærri og dýrari eignir en oft áður.“ Húsnæðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn ber ýmis merki þess að vera mjög fjörugur um þessar mundir. Til að mynda var meðalsölutími á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sextíu dagar í upphafi síðasta árs. Undir lok ársins hafði tíminn styst um tvær vikur og fasteingir seldust þá að meðaltali á 46 dögum. Íbúðir hafa raunar aldrei selst jafn hratt og kaupsamningum fjölgar. Síðasta ár er það umsvifamesta á fasteignamarkaði frá 2007 og Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir nokkrar vísbendingar gefa til kynna að að fasteignaverð muni hækka á næstunni. „Til að mynda þetta hlutfall sem er að seljast yfir ásettu verði, sem hefur aukist undanfarið,“ segir Una. Undir lok síðasta árs seldust um 22 prósent íbúða yfir ásettu verði, samanborið við átta prósent árið áður. Mest er yfirboðið í dýrari eignir. Þrjátíu prósent fasteigna sem kostuðu yfir 75 milljónir seldust yfir ásettu verði undir lok árs, en einungis ellefu prósent íbúða sem kostuðu undir 35 milljónum. „Þessi kreppa sem við erum núna að fara í gegnum kemur svolítið misjafnlega við fólk eftir tekjuhópum,“ segir Una. Of lítið framboð gæti verið af stærri sérbýlum eftir mikla uppbyggingu á íbúðum í fjölbýlum. Lágir vextir gera húsnæðiskaupin einnig hagstæðari en Una bendir á að sumir hafi þó líka einfaldlega meira á milli handanna en áður, meðal annars vegna samkomutakmarkana. „Tækifæri til neyslu eru að einhverju leyti af skornum skammti. Það hefur gert það að verkum að fólk hefur haft svigrúm til að fara út í fasteignakaup og þá kannski stærri og dýrari eignir en oft áður.“
Húsnæðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira