Börn náttúrunnar Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. janúar 2021 17:01 Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar