Er manneskja minna virði vegna geðsjúkdóms? Árdís Rut Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 13:30 Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun