Er manneskja minna virði vegna geðsjúkdóms? Árdís Rut Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 13:30 Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun