Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:01 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Simon Hofmann Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson. HM 2021 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira