NBA dagsins: Afgreiddi ofurþríeykið í Brooklyn með skotsýningu í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 15:30 Collin Sexton fór á kostum með liði Cleveland Cavaliers í nótt. AP/Tony Dejak Collin Sexton var óvænt stjarna kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar allir voru að velta fyrir sér hvað nýja ofurþríeyki Brooklyn Nets myndi gera í sínum fyrsta leik saman. Hinn 22 ára gamli Collin Sexton hjá Cleveland Cavaliers hafði ekki spilað síðan sjötta janúar vegna ökklameiðsla en það var ekkert ryð sjáanlegt á honum í þessum leik. Brooklyn Nets telfdi nú fram Kyrie Irving við hlið þeirra Kevin Durant og James Harden. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar eru nú orðnir liðsfélagar. Kyrie Irving (38) og Kevin Durant (37) skoruðu báðir yfir 36 stig í leiknum og James Harden var með 21 stig og þrennu (12 stoðsendingar og 10 fráköst). Það var hins vegar umræddur Collin Sexton sem stal þrumunni. Sexton endaði leikinn með 42 sitg, 5 fráköst og 5 stoðsensingar. Það var aftur á móti frammistaða hans í framlengingunum sem gerði gæfumuninn fyrir lið Cleveland Cavaliers í þessum 147-135 sigri á Brooklyn Nets. Klippa: NBA dagsins (frá 20. janúar 2021) Collin Sexton skoraði tuttugu stig í röð fyrir Cavaliers liðið, fimm síðustu stigin í fyrri framlengingunni og fimmtán fyrstu í seinni framlengingunni. Eftir slíka skotsýningu stráksins var sigurinn í höfn. Eini maðurinn til að skora tuttugu stig í röð fyrir Cleveland Cavaliers á síðustu tuttugu árum er LeBron James. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá þessari stórkostlegu frammistöðu Collin Sexton sem varð að stjörnu í nótt en eins eru myndir frá nokkrum öðrum leikjum í nótt sem og bestu tilþrif kvöldsins. Þarna má sjá Philadelphia 76ers vinna Boston Celtics í hörkuleik og lið Golden State Warriors og Dallas Mavericks vinna góða sigra. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Collin Sexton hjá Cleveland Cavaliers hafði ekki spilað síðan sjötta janúar vegna ökklameiðsla en það var ekkert ryð sjáanlegt á honum í þessum leik. Brooklyn Nets telfdi nú fram Kyrie Irving við hlið þeirra Kevin Durant og James Harden. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar eru nú orðnir liðsfélagar. Kyrie Irving (38) og Kevin Durant (37) skoruðu báðir yfir 36 stig í leiknum og James Harden var með 21 stig og þrennu (12 stoðsendingar og 10 fráköst). Það var hins vegar umræddur Collin Sexton sem stal þrumunni. Sexton endaði leikinn með 42 sitg, 5 fráköst og 5 stoðsensingar. Það var aftur á móti frammistaða hans í framlengingunum sem gerði gæfumuninn fyrir lið Cleveland Cavaliers í þessum 147-135 sigri á Brooklyn Nets. Klippa: NBA dagsins (frá 20. janúar 2021) Collin Sexton skoraði tuttugu stig í röð fyrir Cavaliers liðið, fimm síðustu stigin í fyrri framlengingunni og fimmtán fyrstu í seinni framlengingunni. Eftir slíka skotsýningu stráksins var sigurinn í höfn. Eini maðurinn til að skora tuttugu stig í röð fyrir Cleveland Cavaliers á síðustu tuttugu árum er LeBron James. Hér fyrir ofan má svipmyndir frá þessari stórkostlegu frammistöðu Collin Sexton sem varð að stjörnu í nótt en eins eru myndir frá nokkrum öðrum leikjum í nótt sem og bestu tilþrif kvöldsins. Þarna má sjá Philadelphia 76ers vinna Boston Celtics í hörkuleik og lið Golden State Warriors og Dallas Mavericks vinna góða sigra.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum