Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 11:29 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill að allt að 35 prósenta hlutur verði seldur í Íslandsbanka með tilteknum skilyrðum um söluna og eignarhaldið. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira