Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2021 10:04 Brynjar ákvað að líklega væri betra að njóta ræðu ráðherra síns, Kristjáns Þórs, með góðan nikótínkodda í vör. vísir/vilhelm Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum. Brynjar er einn forseta Alþingis og var á vaktinni í gær. Þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra stóð í pontu og ræddi veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða hallaði Brynjar sér makindalega aftur í sæti sínu. Hann hefur eflaust talið allt í traustum höndum, með ráðherra sinn í púlti. Fékk sér fyrst vatnssopa og laumaði þá vinstri hönd í jakkavasa sinn, dró fram dós, hallaði sér fram og laumaði kodda í vörina. Eflaust til að njóta ræðu Kristjáns Þórs enn betur. Ekki er það svo að Brynjar sé að flagga nikótínneyslu sinni, og ef til vill hefði minni maður komist upp með að fá sér í vörina án þess að eftir því væri tekið. En Brynjar er hávaxinn og getur ekki svo auðveldlega falið sig eða pukrast á bak við skrifborð forseta Alþingis. Þessir nikótínkoddar voru nýverið til umfjöllunar á Vísi og sitt sýnist hverjum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ sagði Aron Laxdal doktor í íþróttafræðum af því tilefni. Ekki tóbak heldur nikótínkoddi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar hann dró þá ályktun að Brynjar hafi troðið tóbaki í túlann á sér þar sem hann sat í stóli forseta þingsins, eins og sjá mátti í fyrri útgáfu þessarar fréttar. Um er að ræða svokallaða nikótínkodda en ekki tóbak. Brynjar lét sér þessi mistök í léttu rúmi liggja þegar blaðamaður innti hann eftir því hvers kyns væri eftir fjölda ábendinga. Þetta er sem sagt ekki allt sama tóbakið. „Já, þetta eru nikótínkoddar. Ég reykti svo mikið, var orðinn lafmóður. Í byrjun febrúar í fyrra, ákvað ég að prófa þessa púða til að losna við sígarettuna. Þetta svínvirkaði þannig að ég hef ekki tekið smók í núna tæpt ár.“ Brynjar segist einnig hafa reynt vape en lent í bölvuðu rugli með þau tæki og tól. Betur hefur gengið með nikótínkoddana. Blaðamanni barst ábending um að um væri að ræða nikótínkodda að tegundinni Lyft? „Já, þetta er það. Lyft IceCool. Sama orðið og ég notaði á stefnumótasíðunni þar sem Bjarni notaði Icehot1; þá notaði ég IceCool1,“ segir Brynjar og gerir að gamni sínu. Blaðamaður vill biðja bæði Brynjar og lesendur afsökunar á ónákvæmninni. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar nýju upplýsingar. Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu...Posted by Brynjar Níelsson on Fimmtudagur, 21. janúar 2021 Heilsa Heilbrigðismál Lyf Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Brynjar er einn forseta Alþingis og var á vaktinni í gær. Þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra stóð í pontu og ræddi veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða hallaði Brynjar sér makindalega aftur í sæti sínu. Hann hefur eflaust talið allt í traustum höndum, með ráðherra sinn í púlti. Fékk sér fyrst vatnssopa og laumaði þá vinstri hönd í jakkavasa sinn, dró fram dós, hallaði sér fram og laumaði kodda í vörina. Eflaust til að njóta ræðu Kristjáns Þórs enn betur. Ekki er það svo að Brynjar sé að flagga nikótínneyslu sinni, og ef til vill hefði minni maður komist upp með að fá sér í vörina án þess að eftir því væri tekið. En Brynjar er hávaxinn og getur ekki svo auðveldlega falið sig eða pukrast á bak við skrifborð forseta Alþingis. Þessir nikótínkoddar voru nýverið til umfjöllunar á Vísi og sitt sýnist hverjum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ sagði Aron Laxdal doktor í íþróttafræðum af því tilefni. Ekki tóbak heldur nikótínkoddi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar hann dró þá ályktun að Brynjar hafi troðið tóbaki í túlann á sér þar sem hann sat í stóli forseta þingsins, eins og sjá mátti í fyrri útgáfu þessarar fréttar. Um er að ræða svokallaða nikótínkodda en ekki tóbak. Brynjar lét sér þessi mistök í léttu rúmi liggja þegar blaðamaður innti hann eftir því hvers kyns væri eftir fjölda ábendinga. Þetta er sem sagt ekki allt sama tóbakið. „Já, þetta eru nikótínkoddar. Ég reykti svo mikið, var orðinn lafmóður. Í byrjun febrúar í fyrra, ákvað ég að prófa þessa púða til að losna við sígarettuna. Þetta svínvirkaði þannig að ég hef ekki tekið smók í núna tæpt ár.“ Brynjar segist einnig hafa reynt vape en lent í bölvuðu rugli með þau tæki og tól. Betur hefur gengið með nikótínkoddana. Blaðamanni barst ábending um að um væri að ræða nikótínkodda að tegundinni Lyft? „Já, þetta er það. Lyft IceCool. Sama orðið og ég notaði á stefnumótasíðunni þar sem Bjarni notaði Icehot1; þá notaði ég IceCool1,“ segir Brynjar og gerir að gamni sínu. Blaðamaður vill biðja bæði Brynjar og lesendur afsökunar á ónákvæmninni. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar nýju upplýsingar. Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu...Posted by Brynjar Níelsson on Fimmtudagur, 21. janúar 2021
Heilsa Heilbrigðismál Lyf Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20