Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2021 08:38 Vinna hefur staðið yfir á vettvangi frá því klukkan eitt í nótt. Vísir/Arnar Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. Þetta á við um alla starfsemi, þar með talið kennslu, rannsóknir og þjónustu að því er segir í tilkynningu frá háskólanum. „Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans. Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf,“ segir í tilkynningu skólans. Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem stór kaldavatnsleki kom upp í lokahúsi vatnsveitu Reykjavíkurborgar sunnan við aðalbyggingu HÍ og lak í kjölfarið mikið vatn inn í byggingar skólans. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að lekinn hafi uppgötvast í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. „Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni. Framkvæmdir hafa verið í gangi við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og er lekinn talinn tengdur þeim,“ segir í tilkynningu Veitna. Slökkviliðið hefur verið við vinnu á vettvangi frá því útkallið barst klukkan eitt í nótt. Áætlað er að vinnu verði framhaldið að minnsta kosti fram að hádegi. Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Þetta á við um alla starfsemi, þar með talið kennslu, rannsóknir og þjónustu að því er segir í tilkynningu frá háskólanum. „Nánari upplýsingar verða veittar um leið og fram vindur en verið er að dæla vatni úr húsnæði skólans. Fram hefur komið í fréttum að rof hafi komið á stóra kaldavatnsæð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Ljóst er að mikið verk er framundan við að koma aðstöðunni í samt horf,“ segir í tilkynningu skólans. Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem stór kaldavatnsleki kom upp í lokahúsi vatnsveitu Reykjavíkurborgar sunnan við aðalbyggingu HÍ og lak í kjölfarið mikið vatn inn í byggingar skólans. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að lekinn hafi uppgötvast í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. „Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni. Framkvæmdir hafa verið í gangi við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og er lekinn talinn tengdur þeim,“ segir í tilkynningu Veitna. Slökkviliðið hefur verið við vinnu á vettvangi frá því útkallið barst klukkan eitt í nótt. Áætlað er að vinnu verði framhaldið að minnsta kosti fram að hádegi.
Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira