Harden leikmannaskiptin björguðu mögulega lífi NBA leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:31 Caris LeVert í leik með sínu gamla liði Brooklyn Nets. AP/Brandon Dill Caris LeVert var einn af leikmönnunum sem fór í nýtt NBA-lið þegar Brooklyn Nets fékk til sín James Harden á dögunum. Við nákvæma læknisskoðun vegna skiptanna uppgötvaðist hins vegar blettur á nýranu hans. Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum