Shaq handboltans ánægður með athyglina: „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi var valinn maður leiksins gegn Barein í fyrradag. Hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum. epa/Mohamed Abd El Ghany Fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta í Egyptalandi þekktu eflaust fáir hvorki haus né sporð á línumanninum Gauthier Mvumbi. Hann hefur hins vegar orðið ein af stjörnum HM. Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0. HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0.
HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti