„Þvílíka fyrirmyndin fyrir alla strákana“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 11:17 Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Bjarni Fritzson lofaði Alexander Petersson, fyrrverandi samherja sinn í landsliðinu, í hástert í HM-útgáfu af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Alexander, sem verður 41 árs í sumar, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland árið 2005 eða fyrir 16 árum. Hann hefur látið til sín taka á HM í Egyptalandi þar sem framundan er slagur við Sviss í dag kl. 14.30. „Lexi spilar miklar vörn og gerir það vel. Mér finnst svo flott að sjá hann, svona fullorðinn, reynslumikinn stjörnuleikmann, sætta sig við sitt hlutverk og gera það bara frábærlega. Það sýnir bara hvað hann er mikill fagmaður og liðsmaður,“ sagði Bjarni, hrifinn af því hve greinilegt stolt Alexanders væri enn af því að spila fyrir landsliðið og fórnfýsin eftir því. „Mér finnst það svo geggjað. Þvílíka fyrirmyndin fyrir alla strákana sem eru með honum inni á vellinum. Það er það sem stendur upp úr fyrir mér. Við vitum allir hvað hann getur. Hann er náttúrulega súper leikmaður. Með algjör gæði. En að fórna sér í þetta hlutverk, fara til Egyptalands… hann er bara svo stoltur af að spila fyrir landsliðið. Mér finnst það svo kúl,“ sagði Bjarni. Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng og var ánægður með framlag Alexanders: „Þegar Lexi hefur komið inn hefur hann komið með kraft í liðið, bæði varnarlega og sóknarlega. Þrátt fyrir að vera fertugur gerir hann allt af svo miklum krafti og það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Theodór á meðan að sérfræðingarnir fylgdust með myndum af Alexander stela boltanum af sóknarmönnum andstæðinganna, en innslagið má sjá hér að neðan. „Hann er þjófóttur, gerði þetta nokkrum sinnum líka á móti Portúgal og svo gegn Alsír. Hann er bara fyrirbæri þessi maður,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan - Alexander magnaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 20. janúar 2021 11:01 Elvar verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson heldur til Þýskalands eftir yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur samið við Melsungen. 20. janúar 2021 10:10 Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 09:46 Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. 20. janúar 2021 09:00 Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ 19. janúar 2021 16:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Sjá meira
Alexander, sem verður 41 árs í sumar, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland árið 2005 eða fyrir 16 árum. Hann hefur látið til sín taka á HM í Egyptalandi þar sem framundan er slagur við Sviss í dag kl. 14.30. „Lexi spilar miklar vörn og gerir það vel. Mér finnst svo flott að sjá hann, svona fullorðinn, reynslumikinn stjörnuleikmann, sætta sig við sitt hlutverk og gera það bara frábærlega. Það sýnir bara hvað hann er mikill fagmaður og liðsmaður,“ sagði Bjarni, hrifinn af því hve greinilegt stolt Alexanders væri enn af því að spila fyrir landsliðið og fórnfýsin eftir því. „Mér finnst það svo geggjað. Þvílíka fyrirmyndin fyrir alla strákana sem eru með honum inni á vellinum. Það er það sem stendur upp úr fyrir mér. Við vitum allir hvað hann getur. Hann er náttúrulega súper leikmaður. Með algjör gæði. En að fórna sér í þetta hlutverk, fara til Egyptalands… hann er bara svo stoltur af að spila fyrir landsliðið. Mér finnst það svo kúl,“ sagði Bjarni. Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng og var ánægður með framlag Alexanders: „Þegar Lexi hefur komið inn hefur hann komið með kraft í liðið, bæði varnarlega og sóknarlega. Þrátt fyrir að vera fertugur gerir hann allt af svo miklum krafti og það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Theodór á meðan að sérfræðingarnir fylgdust með myndum af Alexander stela boltanum af sóknarmönnum andstæðinganna, en innslagið má sjá hér að neðan. „Hann er þjófóttur, gerði þetta nokkrum sinnum líka á móti Portúgal og svo gegn Alsír. Hann er bara fyrirbæri þessi maður,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan - Alexander magnaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 20. janúar 2021 11:01 Elvar verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson heldur til Þýskalands eftir yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur samið við Melsungen. 20. janúar 2021 10:10 Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 09:46 Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. 20. janúar 2021 09:00 Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ 19. janúar 2021 16:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Sjá meira
Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 20. janúar 2021 11:01
Elvar verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson heldur til Þýskalands eftir yfirstandandi keppnistímabil en hann hefur samið við Melsungen. 20. janúar 2021 10:10
Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 09:46
Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. 20. janúar 2021 09:00
Gummi lá yfir gamla lærisveininum í alla nótt „Andy Schmid er náttúrulega frábær leikmaður og einn sá besti sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Ég veit alveg hvað hann getur og allir leikmennirnir mínir líka. Það verður hörkuverkefni að eiga við hann.“ 19. janúar 2021 16:30