Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 11:47 Um leið og „kex“ Biden hefur verið virkjað, snýr fylgdarmaður Trump aftur til Washington með kjarnorkufótboltann. epa Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49