Nefndi Biden aldrei á nafn í síðasta ávarpinu sem forseti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 21:57 Trump kveður. Í dag var síðasti heili dagur Donalds Trump í embætti forseta. Á morgun tekur Joe Biden við. Al Drago/Getty Donald Trump, sem lætur af embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, segist munu „biðja fyrir velgengni“ Joes Biden, sem tekur við embættinu af honum á morgun. Hvíta húsið birti kveðjuávarp Trumps nú fyrir skömmu. Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31
Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35