Ósammála um refsingu fyrir að afneita Helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 20:52 Rósa Björk og Helgi Hrafn eru sammála um vandamálið, en ekki um lausnina. vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51