Fatlaðar konur festist í ofbeldisfullum aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 21:00 Talið er að um þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Dæmi eru um aðtekin séu þeim hjálpartækin þannig að þær komist ekki burt úr ofbeldisfullum aðstæðum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda. Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda.
Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira