„Ekkert gruggugt í gangi“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 16:47 Aron Pálmarsson lék með Barcelona í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu en glímir við hnémeiðsli sem urðu til þess að hann fór ekki á HM. Getty/Frank Molter „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron. HM 2021 í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira