Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 11:01 Ólafur Stefánsson skoraði ellefu mörk þegar Ísland vann stórsigur á Sviss, 33-22, á EM í Svíþjóð 2002. epa/SIGI TISCHLER Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira