Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2021 09:17 Blær Ástríkur ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni. Andlát Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni.
Andlát Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira