Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2021 09:17 Blær Ástríkur ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni. Andlát Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni.
Andlát Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira