Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 15:38 Fötluð börn eru talin um fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi. Vísir/Vilhelm Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun. Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun.
Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira