Fjallið elskaði það að fá nokkur högg í andlitið frá hinum hljóðláta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson og Steven Ward börðust í Dúbaí um helgina. Instagram/@thorbjornsson Fjallið steig inn hringinn á móti „hljóðláta manninum“ í Dúbaí á föstudagskvöldið. Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira