Kórónuveiran hefur herjað á leikmannahóp Grænhöfðaeyja og er nú svo komið að þeir hafa aðeins níu leikmenn leikfæra fyrir fyrirhugaðan leik dagsins gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi.
Reglurnar á HM í handbolta kveða á um að lið þurfi að hafa að lágmarki tíu leikmenn í leikmannahóp til að leikur geti farið fram.
Þrettán af 22 manna leikmannahóp Grænhöfðaeyja hafa verið greindir með smit.
Grænhöfðaeyjar eiga leik gegn Úrúgvæ á þriðjudag í lokaumferð riðilsins en þeir töpuðu með sjö marka mun fyrir Ungverjum í fyrstu umferðinni.
Alþjóða handknattleikssambandið hefur ekki staðfest að leikurinn fari ekki fram en handknattleikssamband Grænhöfðaeyja hefur gefið út að liðið mæti ekki í leikinn.