„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2021 21:32 Guðmundur Guðmundsson hélt sínum mönnum á tánum allan leikinn í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn