„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2021 21:32 Guðmundur Guðmundsson hélt sínum mönnum á tánum allan leikinn í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55