Þrír kljást um að verða næsti formaður Kristilegra demókrata Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 11:27 Norbert Röttgen, Armin Laschet og Friedrich Merz vilja allir leiða Kristilega demókrata (CDU) í Þýskalandi. EPA/EFE/FILIP SINGER / POOL Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn. Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Þýskaland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD).
Þýskaland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira