Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 08:00 Allir sem mæta á HM í Egyptalandi, þar á meðal Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja, eru hitamældir og fara svo í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Þjóðverjar eiga að mæta Grænhöfðaeyjum á sunnudaginn en fjöldi smita hefur greinst hjá þeim. Getty/Sascha Klahn Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun. HM 2021 í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira