„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2021 17:30 Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir voru á meðal þeirra foreldra sem komu fram í öðrum þætti af Líf dafnar. Líf dafnar Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. „Þetta er eiginlega öll flóran. Fyrst er bjöllukeisari, svo er bráðakeisari og svo fyrirfram ákveðinn keisari,“ segir Eva Rún og hlær. Þau þekkja bæði að eignast barn á settum tíma og að eignast fyrirbura, sem getur oft verið erfitt, ógnvekjandi og flókið. Þau Eva Rún og Simmi voru á meðal þeirra foreldra sem sögðu sína sögu í einlægum viðtölum í öðrum þætti af Líf dafnar. Hægt er að horfa á brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Líf dafnar - Simmi og Eva Rún Þorði ekki að spyrja „Í fyrsta keisaranum, sem var bjöllukeisari, vorum við rennandi blaut á bak við eyrun. Við vissum ekki neitt. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Ég þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa,“ viðurkennir Eva Rún. Simmi segir að í kjölfarið hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar vökudeildardvöl með tilheyrandi vaktaskiptum fyrir foreldra. Samhliða því hafi hann reynt að vinna, þar sem fyrirvarinn á fæðingunni var stuttur enda ennþá margar vikur í settan dag. „Það tók mann svolítinn tíma að átta sig á því hvað var að gerast.“ Þau segja bæði að þau hafi verið rólegri í seinni fæðingunni, enda vissu þau hvernig þetta ferli færi fram og við hverju væri að búast. Simmi sagði frá sinni upplifun af fyrirburafæðingum og því þegar litla stúlkan hans greindist með hjartagalla nokkurra vikna gömul.Líf dafnar Brotnaði niður við greininguna „Eftir seinni fæðinguna var stelpan á vökudeildinni og við kunnum miklu meira á kerfið, þekkjum andlitin, þekktum ljósmæðurnar,“ segir Simmi um fæðingu seinni fyrirburans þeirra. Nokkru síðar kom bakslag eftir að barnið greindist með hjartagalla og þurftu þau að fara til Svíþjóðar. „Ég eiginlega bara brotnaði niður eftir það,“ segir Simmi og Eva Rún tekur undir. „Áfallið kemur ekkert strax.“ Á flugvelli með pínulítinn fyrirbura Þegar þau fóru til Svíþjóðar vissu þau ekki hvenær þau gætu komið heim aftur eða hvað þetta tæki langan tíma. Eva Rún segir að það hafi verið erfitt enda hafi hún verið „pínuponsu“ lítil. „Það er bara ekkert eðlilegt að fara með eins og hálfs kílóa barn í sjúkraflugi á Saga Class, í annað land. Að ganga í gegnum öryggishlið og haga sér á flugvelli, það meikar engan sens.“ Eva Rún segir að það hafi verið skrítið að ferðast á milli landa með barn sem var ekki tvö kíló að þyngd.Líf dafnar Simmi segir að það sitji mest í honum að hafa þurft að baða litlu stelpuna sína tvisvar upp úr joði og skrúbba hana með svampi. „Hún mátti ekki borða svo hún öskraði í sólarhring fyrir aðgerð.“ Eva stóð þar vansvefta og með full brjóst af mjólk en mátti ekki gefa grátandi barninu sínu. Eftir baðið þurftu þau að leggja stúlkuna frá sér og máttu ekki snerta hana fyrr en eftir aðgerð. Þau segja að það hafi verið erfitt að láta hana frá sér en aðgerðin heppnaðist vel. „Það er bara gott að þetta gekk allt, það var bara fyrir öllu.“ Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+ þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar er fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö er fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum tökum við raunina fyrir og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 og voru ár í vinnslu. Þáttastjórnandi er Andrea Eyland. Börn og uppeldi Frjósemi Bíó og sjónvarp Kviknar Líf dafnar Tengdar fréttir Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30 „Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03 Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
„Þetta er eiginlega öll flóran. Fyrst er bjöllukeisari, svo er bráðakeisari og svo fyrirfram ákveðinn keisari,“ segir Eva Rún og hlær. Þau þekkja bæði að eignast barn á settum tíma og að eignast fyrirbura, sem getur oft verið erfitt, ógnvekjandi og flókið. Þau Eva Rún og Simmi voru á meðal þeirra foreldra sem sögðu sína sögu í einlægum viðtölum í öðrum þætti af Líf dafnar. Hægt er að horfa á brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Líf dafnar - Simmi og Eva Rún Þorði ekki að spyrja „Í fyrsta keisaranum, sem var bjöllukeisari, vorum við rennandi blaut á bak við eyrun. Við vissum ekki neitt. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Ég þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa,“ viðurkennir Eva Rún. Simmi segir að í kjölfarið hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar vökudeildardvöl með tilheyrandi vaktaskiptum fyrir foreldra. Samhliða því hafi hann reynt að vinna, þar sem fyrirvarinn á fæðingunni var stuttur enda ennþá margar vikur í settan dag. „Það tók mann svolítinn tíma að átta sig á því hvað var að gerast.“ Þau segja bæði að þau hafi verið rólegri í seinni fæðingunni, enda vissu þau hvernig þetta ferli færi fram og við hverju væri að búast. Simmi sagði frá sinni upplifun af fyrirburafæðingum og því þegar litla stúlkan hans greindist með hjartagalla nokkurra vikna gömul.Líf dafnar Brotnaði niður við greininguna „Eftir seinni fæðinguna var stelpan á vökudeildinni og við kunnum miklu meira á kerfið, þekkjum andlitin, þekktum ljósmæðurnar,“ segir Simmi um fæðingu seinni fyrirburans þeirra. Nokkru síðar kom bakslag eftir að barnið greindist með hjartagalla og þurftu þau að fara til Svíþjóðar. „Ég eiginlega bara brotnaði niður eftir það,“ segir Simmi og Eva Rún tekur undir. „Áfallið kemur ekkert strax.“ Á flugvelli með pínulítinn fyrirbura Þegar þau fóru til Svíþjóðar vissu þau ekki hvenær þau gætu komið heim aftur eða hvað þetta tæki langan tíma. Eva Rún segir að það hafi verið erfitt enda hafi hún verið „pínuponsu“ lítil. „Það er bara ekkert eðlilegt að fara með eins og hálfs kílóa barn í sjúkraflugi á Saga Class, í annað land. Að ganga í gegnum öryggishlið og haga sér á flugvelli, það meikar engan sens.“ Eva Rún segir að það hafi verið skrítið að ferðast á milli landa með barn sem var ekki tvö kíló að þyngd.Líf dafnar Simmi segir að það sitji mest í honum að hafa þurft að baða litlu stelpuna sína tvisvar upp úr joði og skrúbba hana með svampi. „Hún mátti ekki borða svo hún öskraði í sólarhring fyrir aðgerð.“ Eva stóð þar vansvefta og með full brjóst af mjólk en mátti ekki gefa grátandi barninu sínu. Eftir baðið þurftu þau að leggja stúlkuna frá sér og máttu ekki snerta hana fyrr en eftir aðgerð. Þau segja að það hafi verið erfitt að láta hana frá sér en aðgerðin heppnaðist vel. „Það er bara gott að þetta gekk allt, það var bara fyrir öllu.“ Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+ þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar er fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö er fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum tökum við raunina fyrir og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 og voru ár í vinnslu. Þáttastjórnandi er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar er fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö er fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum tökum við raunina fyrir og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 og voru ár í vinnslu. Þáttastjórnandi er Andrea Eyland.
Börn og uppeldi Frjósemi Bíó og sjónvarp Kviknar Líf dafnar Tengdar fréttir Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30 „Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03 Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30
„Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03