Er ég kem heim í Búðardal Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. janúar 2021 07:00 Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu)
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar