Ásmundur á mölina Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 16:17 Flokkarnir eru nú í óða önn að skipuleggja framboðslista sína fyrir komandi kosningar. Framsóknarflokkurinn er þar engin undantekning. Nú rétt í þessu var Ásmundur Einar að tilkynna að hann vilji bjóða sig fram en hann hyggst færa sig um kjördæmi; úr Norðvesturkjördæmi í Reykjavík norður. Af orðum hans má ráða að frágengið sé að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni einnig bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira