Sagosen segir að aðstæður á HM séu eins og í villta vestrinu og óttast að smitast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2021 14:36 Sander Sagosen og félagar í norska landsliðinu þykja líklegir til afreka á HM. getty/Robert Michael Norðmenn eru afar ósáttir við smitvarnir og aðbúnaðinn á HM í handbolta karla í Egyptalandi sem hefst í kvöld. Skærasta stjarna norska liðsins, Sander Sagosen, segir aðstæður á mótinu vera grín og óttast að smitast af kórónuveirunni. Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ Sjá meira
Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ Sjá meira