Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:14 Bjarkey Olsen telur hag neytenda og auglýsinga best borgið með veru Ríkisútvarpsins á markaði. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. „Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25
Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45