Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:14 Bjarkey Olsen telur hag neytenda og auglýsinga best borgið með veru Ríkisútvarpsins á markaði. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. „Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
„Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25
Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45