Erlingur ætti að pakka í tösku Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 10:00 Erlingur Richardsson hefur stýrt Hollandi frá árinu 2017 og framlengdi samning sinn nýverið til ársins 2022. EPA/OLE MARTIN WOLD Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Spánn og Ísland eiga fjóra þjálfara hvort á mótinu. Guðmundur Guðmundsson er með Ísland, Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Japan og Halldór Jóhann Sigfússon með Barein. Erlingur gæti bæst við þann hóp vegna þess að hann stýrði Hollandi til 17. sætis á EM í fyrra. Eftir að Norður-Makedónía og Sviss voru kölluð inn sem varaþjóðir í gær, vegna fjölda kórónuveirusmita hjá Tékklandi og Bandaríkjunum, eru Hollendingar nú í startholunum sem næsta varaþjóð. Miðað við það að hópsmit kom upp hjá Grænhöfðaeyjum, og að lykilmaður og þjálfari brasilíska landsliðsins greindust með smit, getur enn vel farið svo að Erlingur og hans menn fái boð um að fljúga hið snarasta til Egyptalands. Gerðu flott jafntefli við Slóvena og eru viðbúnir „Við erum búin að láta IHF vita að við þiggjum boðið ef það kemur. Leikmennirnir vita af þessu. Þegar við fáum skilaboðin frá IHF þá fer allt í gang,“ sagði Monique Tijsterman hjá hollenska handknattleikssambandinu, við hollenska ríkismiðilinn NOS. Varaþjóðalisti alþjóða handknattleikssambandsins miðast við það hvaða þjóðir voru næst því að komast á HM í þeirri álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra. Norður-Makedónía og Sviss komust því á HM sem liðin í 15. og 16. sæti á síðasta EM, þar sem Holland varð í 17. sæti. Hollendingar náðu afar góðum úrslitum á sunnudaginn þegar þeir gerðu 27-27 jafntefli við Slóveníu á útivelli í undankeppni EM, eftir að hafa steinlegið gegn Slóvenum á heimavelli, 34-23. Þeir hafa því æft og spilað saman undanfarið og eru tilbúnir að mæta á HM.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. 12. janúar 2021 13:30
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita