Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:09 Þórarinn Ævarsson er einn þeirra sem vill kaupa Domino's á Íslandi. Vísir/Gulli Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru viðskiptafélagar Þórarins í Spaðanaum þeir Jón Pálmason, annar eigenda IKEA á Íslandi, og Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Skakkaturns, umboðsaðila Apple á Íslandi. Framtakssjóðurinn Alfa hefur einnig skilað inn tilboði í Domino‘s en áður hafði verið greint frá því fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefði gert kauptilboð í reksturinn. Birgir Örn Birgisson, núverandi framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi og Skeljungur standa með honum að tilboðinu. Stjórn Domino‘s í Bretlandi hefur ekki enn tekið ákvörðun um að ganga til einkaviðræðna á grundvelli skuldbindandi tilboðs, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, að því er heimildir Markaðarins herma. Birgir Bieltvedt hefur tvívegis áður komið að rekstri Domino‘s hér á landi og er í dag meðal eigenda pizzukeðjunnar í Noregi. Hann kom að opnun staðarins á Íslandi árið 1993 en seldi hlut sinn í aðdraganda hrunsins. 2011 keypti hann reksturinn aftur og seldi hann svo 2016 og 2017 með margra milljarða króna hagnaði. Þá kom Þórarinn Ævarsson einnig að opnun Domino‘s 1993 og hann stýrði fyrirtækinu frá 2000 til 2005. Eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA opnaði hann pizzastaðinn Spaðann sem er með útibú í Kópavogi og Hafnarfirði. Veitingastaðir Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru viðskiptafélagar Þórarins í Spaðanaum þeir Jón Pálmason, annar eigenda IKEA á Íslandi, og Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Skakkaturns, umboðsaðila Apple á Íslandi. Framtakssjóðurinn Alfa hefur einnig skilað inn tilboði í Domino‘s en áður hafði verið greint frá því fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefði gert kauptilboð í reksturinn. Birgir Örn Birgisson, núverandi framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi og Skeljungur standa með honum að tilboðinu. Stjórn Domino‘s í Bretlandi hefur ekki enn tekið ákvörðun um að ganga til einkaviðræðna á grundvelli skuldbindandi tilboðs, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, að því er heimildir Markaðarins herma. Birgir Bieltvedt hefur tvívegis áður komið að rekstri Domino‘s hér á landi og er í dag meðal eigenda pizzukeðjunnar í Noregi. Hann kom að opnun staðarins á Íslandi árið 1993 en seldi hlut sinn í aðdraganda hrunsins. 2011 keypti hann reksturinn aftur og seldi hann svo 2016 og 2017 með margra milljarða króna hagnaði. Þá kom Þórarinn Ævarsson einnig að opnun Domino‘s 1993 og hann stýrði fyrirtækinu frá 2000 til 2005. Eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA opnaði hann pizzastaðinn Spaðann sem er með útibú í Kópavogi og Hafnarfirði.
Veitingastaðir Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira