Krefjast rannsóknar á rýmingu: „Þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 15:57 Loftmynd sem tekin var í desember sýnir þá eyðileggingu sem aurskriðurnar skildu eftir sig. Vísir/Egill Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir kröfu um að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar á Seyðisfirði fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla á bæinn. Að sögn hennar er mikið verk nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga á svæðinu. Sérstaklega þurfi að skoða hvar ábyrgð á ákvörðunum um rýmingar liggi. „Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði,“ segir í bókun heimastjórnarinnar. Mikið tjón varð vegna aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember en engin slys urðu á fólki. Hreinsunarstarf stendur enn yfir og er hættustig almannavarna áfram í gildi á svæðinu. Vilja allsherjarendurskoðun Heimastjórn Seyðisfjarðar kallar eftir endurskoðun á öllu vinnulagi við ákvarðanatöku við óvissu- og hamfaraaðstæður eins voru í aðdraganda aurskriðanna þann 18. desember. Samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu en hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu. „Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til,“ segir í fundargerð en RÚV greindi fyrst frá málinu. Kallar heimastjórnin eftir viðbrögðum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sveitastjórn Múlaþings, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni og sveitarstjórnarráðuneytinu. Tjón á bilinu einn til tveir milljarðar króna Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Stjórnvöld hyggjast greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna en talið er að kostnaðurinn gæti numið allt að 600 milljónum. Áætlað er að heildartjón á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum króna hið minnsta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. 5. janúar 2021 13:41 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Að sögn hennar er mikið verk nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga á svæðinu. Sérstaklega þurfi að skoða hvar ábyrgð á ákvörðunum um rýmingar liggi. „Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði,“ segir í bókun heimastjórnarinnar. Mikið tjón varð vegna aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember en engin slys urðu á fólki. Hreinsunarstarf stendur enn yfir og er hættustig almannavarna áfram í gildi á svæðinu. Vilja allsherjarendurskoðun Heimastjórn Seyðisfjarðar kallar eftir endurskoðun á öllu vinnulagi við ákvarðanatöku við óvissu- og hamfaraaðstæður eins voru í aðdraganda aurskriðanna þann 18. desember. Samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu en hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu. „Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til,“ segir í fundargerð en RÚV greindi fyrst frá málinu. Kallar heimastjórnin eftir viðbrögðum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sveitastjórn Múlaþings, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni og sveitarstjórnarráðuneytinu. Tjón á bilinu einn til tveir milljarðar króna Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Stjórnvöld hyggjast greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna en talið er að kostnaðurinn gæti numið allt að 600 milljónum. Áætlað er að heildartjón á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum króna hið minnsta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. 5. janúar 2021 13:41 Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. 5. janúar 2021 13:41
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40