Snorri telur vinagreiða ráða við úthlutunum listamannalauna Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2021 08:49 Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem hann bendir ráðherra á að hafa vakandi auga með úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna. Bréfið hefur einnig verið sent sem kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Snorri telur einsýnt að vinagreiði og þar með spilling einkenni úthlutun úr sjóðnum. Nú nýverið var úthlutað úr launasjóði myndlistarmanna, 526 mánuðir voru til úthlutunar en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Það liggur því fyrir að talsvert færri fá en ekki. Útluta til hvers annars „Í launasjóði myndlistarmanna í ár sátu Aldís Arnardóttir formaður, Unnar Örn Jónasson og Sigurður Árni Sigurðsson. Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spyr Snorri í bréfi sínu sem hann hefur nú þegar birt opinberlega, á Facebook-síðu sinni. Hann heldur áfram: Sindri fékk nú árs styrk frá úthlutunarnefndinni sem fékk styrk í fyrra þegar Sindri sat í nefndinni.Listaháskólinn „Sindri Leifsson sat í starfslaunanefndinni með Aldísi Arnardóttur árið 2020. Nú 2021 er Aldís formaður nefndarinnar og Sindra er veitt hæstu starfslaun í ár. Svo fengu Unnur Örn og Sigurður Árni sem nú eru í nefndinni með Aldísi 12 mánaða starfslaun þegar Sindri Leifsson var í nefndinni í fyrra.“ Að hver klóri annars bak Snorri telur blasa við að þarna sé um greiða gegn greiða að ræða; fólk að úthluta hvort öðru starfslaunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur upp erfitt mál í tengslum við listmannalaunin. Nokkurt uppnám varð þegar Vísir greindi frá því árið 2016 að allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, hefðu fengið úthlutuð 12 mánaða listamannalaun en ákvörðunin um úthlutunina var í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins valdi sjálf. Í kjörfarið, ef eftir að greint var frá þessu, var gripið til þess að endurskoða fyrirkomulagið, að stjórnin skipi nefnd sem skipi svo aðra nefnd sem úthlutar. En listamennirnir virðist vilja hafa um það að segja hvernig úthlutun er háttað. „Þessi vinnubrögð eru afar vafasöm, ófagleg og ólíðandi,“ segir Snorri um það dæmi sem hann hefur nú kvartað undan til umboðsmanns og ráðherra. „Nefndinni er auk þess ekki gert að rökstyðja afstöðu sína til umsóknanna og ýtir það en frekar undir vinagreiða og bitlinga. Ég óska eftir að menntamálaráðuneyti verði með augun opin svo spilling eigi sér ekki stað.“ Blendin viðbrögð Snorri segist hafa fengið blendin viðbrögð við þessu erindi sínu en þó hafi verið býsna lífleg umræða í Facebookgrúbbu Íslenskrar Samtímalistar auk þess sem hann hafi fengið nokkur símtöl. „Svona uppákomur koma upp með reglulegu millibili í þessu litla samfélagi listamanna á Íslandi sem er þó það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Því annar hvor maður á Íslandi virðist listamaður og öll erum við tengd. Ég hef ekki fengið viðbrögð frá neinum nafngreindum úr erindi mínu. En vinir Sindra og þeirra félaga hafa brugðist við með meðvirkum athugasemdum.“ Snorri segist hafa sótt um starfslaun sjálfur, það geri hann alltaf en vinur hans sem hefur setið í nokkrum nefndum og stjórnum hafi tjáð sér fyrir nokkrum árum að eftir að Snorri gerði verkið Framsóknarmaðurinn geti hann gleymt því að fá starfslaun næstu árin. Þeir sem rugga bátum fá ekkert úr sjóðunum „Það hljómar kannski langsótt, en þegar á öllu er á botninn hvolft er gott að hafa stjórnmálaflokkana góða hvað listamannalaun ræðir. Það hefur ræst hjá honum og ég hef ekki fengið listamannalaun síðan. En alla vega veit ég af eigin reynslu og þeirra sem hafa ruggað bátnum að líkur á starfslaunum eru hverfandi nema maður verði þægur.“ Snorri segist hafa stigið á margar tær í gegnum tíðina með gjörningum og uppákomum og þó hann sé vina margur eigi hann líka eldheita hatursmenn. „Líkurnar á listamannalaunum eru jú miklu meiri ef maður er þægur og fer eftir reglum. Svo enginn vill rugga þessum listamannalaunaumræðubáti því allir vilja fá sporslurnar úr listamannalaunasjóðnum. Svo fæstir þola þessa árlegu umræðu almennings um listamannalaun. En mér var ofboðið þegar ég sá tengingarnar í úthlutuninni í ár og ég hef engu að tapa og mér finnst málfrelsið mikilvægara en listamannalaun. Því ég fæ hvort eð er mín listamannalaun frá lífinu þar sem ég er listamaður lífsins,“ segir Snorri og glottir við tönn. Stjórnsýsla Menning Listamannalaun Myndlist Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bréfið hefur einnig verið sent sem kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Snorri telur einsýnt að vinagreiði og þar með spilling einkenni úthlutun úr sjóðnum. Nú nýverið var úthlutað úr launasjóði myndlistarmanna, 526 mánuðir voru til úthlutunar en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Það liggur því fyrir að talsvert færri fá en ekki. Útluta til hvers annars „Í launasjóði myndlistarmanna í ár sátu Aldís Arnardóttir formaður, Unnar Örn Jónasson og Sigurður Árni Sigurðsson. Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spyr Snorri í bréfi sínu sem hann hefur nú þegar birt opinberlega, á Facebook-síðu sinni. Hann heldur áfram: Sindri fékk nú árs styrk frá úthlutunarnefndinni sem fékk styrk í fyrra þegar Sindri sat í nefndinni.Listaháskólinn „Sindri Leifsson sat í starfslaunanefndinni með Aldísi Arnardóttur árið 2020. Nú 2021 er Aldís formaður nefndarinnar og Sindra er veitt hæstu starfslaun í ár. Svo fengu Unnur Örn og Sigurður Árni sem nú eru í nefndinni með Aldísi 12 mánaða starfslaun þegar Sindri Leifsson var í nefndinni í fyrra.“ Að hver klóri annars bak Snorri telur blasa við að þarna sé um greiða gegn greiða að ræða; fólk að úthluta hvort öðru starfslaunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur upp erfitt mál í tengslum við listmannalaunin. Nokkurt uppnám varð þegar Vísir greindi frá því árið 2016 að allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, hefðu fengið úthlutuð 12 mánaða listamannalaun en ákvörðunin um úthlutunina var í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins valdi sjálf. Í kjörfarið, ef eftir að greint var frá þessu, var gripið til þess að endurskoða fyrirkomulagið, að stjórnin skipi nefnd sem skipi svo aðra nefnd sem úthlutar. En listamennirnir virðist vilja hafa um það að segja hvernig úthlutun er háttað. „Þessi vinnubrögð eru afar vafasöm, ófagleg og ólíðandi,“ segir Snorri um það dæmi sem hann hefur nú kvartað undan til umboðsmanns og ráðherra. „Nefndinni er auk þess ekki gert að rökstyðja afstöðu sína til umsóknanna og ýtir það en frekar undir vinagreiða og bitlinga. Ég óska eftir að menntamálaráðuneyti verði með augun opin svo spilling eigi sér ekki stað.“ Blendin viðbrögð Snorri segist hafa fengið blendin viðbrögð við þessu erindi sínu en þó hafi verið býsna lífleg umræða í Facebookgrúbbu Íslenskrar Samtímalistar auk þess sem hann hafi fengið nokkur símtöl. „Svona uppákomur koma upp með reglulegu millibili í þessu litla samfélagi listamanna á Íslandi sem er þó það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Því annar hvor maður á Íslandi virðist listamaður og öll erum við tengd. Ég hef ekki fengið viðbrögð frá neinum nafngreindum úr erindi mínu. En vinir Sindra og þeirra félaga hafa brugðist við með meðvirkum athugasemdum.“ Snorri segist hafa sótt um starfslaun sjálfur, það geri hann alltaf en vinur hans sem hefur setið í nokkrum nefndum og stjórnum hafi tjáð sér fyrir nokkrum árum að eftir að Snorri gerði verkið Framsóknarmaðurinn geti hann gleymt því að fá starfslaun næstu árin. Þeir sem rugga bátum fá ekkert úr sjóðunum „Það hljómar kannski langsótt, en þegar á öllu er á botninn hvolft er gott að hafa stjórnmálaflokkana góða hvað listamannalaun ræðir. Það hefur ræst hjá honum og ég hef ekki fengið listamannalaun síðan. En alla vega veit ég af eigin reynslu og þeirra sem hafa ruggað bátnum að líkur á starfslaunum eru hverfandi nema maður verði þægur.“ Snorri segist hafa stigið á margar tær í gegnum tíðina með gjörningum og uppákomum og þó hann sé vina margur eigi hann líka eldheita hatursmenn. „Líkurnar á listamannalaunum eru jú miklu meiri ef maður er þægur og fer eftir reglum. Svo enginn vill rugga þessum listamannalaunaumræðubáti því allir vilja fá sporslurnar úr listamannalaunasjóðnum. Svo fæstir þola þessa árlegu umræðu almennings um listamannalaun. En mér var ofboðið þegar ég sá tengingarnar í úthlutuninni í ár og ég hef engu að tapa og mér finnst málfrelsið mikilvægara en listamannalaun. Því ég fæ hvort eð er mín listamannalaun frá lífinu þar sem ég er listamaður lífsins,“ segir Snorri og glottir við tönn.
Stjórnsýsla Menning Listamannalaun Myndlist Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira