Frakkland spilaði á dögunum tvo leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2022 en Frakkarnir undirbúa sig einnig undir HM í Egyptalandi sem hefst í næstu viku.
Frakkar töpuðu fyrri leiknum gegn Serbum þann 5. janúar, 27-24, í Serbíu og þegar liðin mættust á laugardaginn í Frakklandi skildu þau jöfn, 26-26.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í undankeppni 1996 að Frakkar vinna ekki tvo leiki í röð í undankeppninni.
Haustið 1995 töpuðu þeir tveimur leikjum í röð; gegn Júgóslavíu 25-18 og Belgíu 21-20.
Frakkarnir í riðli með Noregi, Austurríki og Bandaríkjunum á HM og spurning hvort að franska veldið sé í molum.
EHF Euro 2022 Qualifiers:
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 9, 2021
France 26-26 Serbia
France without a victory in 2 Qualification matches in a row for the first time since the EHF EURO 1996 Qualification, where France in the Fall 1995 lost 2 matches in a row - against Yugoslavia (25-18) & Belgium (21-20)!#handball pic.twitter.com/aCTLskO7wu