Alfreð vill að málið gleymist en Wolff hélt áfram að skjóta á þríeykið Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:01 Andreas Wolff átti skínandi leik gegn Austurríki í gær. Getty/Marius Becker Umræðan um þýska landsliðið í handbolta hefur snúist um eitthvað annað en þjálfarinn Alfreð Gíslason hefði kosið, nú þegar heimsmeistaramótið fer að hefjast í Egyptalandi. Markvörðurinn Andreas Wolff ber ábyrgð á því. Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Sjá meira
Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Sjá meira
Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16
Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita