Daginn hefur lengt um klukkustund í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 19:50 Birtan við Árbæjarstíflu um tvöleytið í dag. Esjan og blokkirnar baðaðar vetrarsól en sólin nær ekki að skína á stífluna þar sem Breiðholtshvarfið skyggir á dalsbotninn. KMU Þegar landsmenn hefja nýja vinnuviku í fyrramálið verða eflaust flestir farnir að skynja birtulengingu dagsins og undanhald skammdegisins. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá vetrarsólstöðum 21. desember hefur daginn þannig lengt um tæpa klukkustund í höfuðborginni Reykjavík. Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni. Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Sólris í Reykjavík á morgun er klukkan 11.03 og sólsetur klukkan 16.08. Lengd birtutíma morgundagsins telst vera fimm klukkustundir og sex mínútur. Þann 21. desember var dagurinn fjórar klukkustundir og sjö mínútur. Lengingin er um 58 mínútur frá því dagur var stystur, um 19 mínútur að morgni en um 39 mínútur síðdegis, samkvæmt tímatalsvefnum timeanddate.com. Úr Elliðaárdal neðan Árbæjarskóla um tvöleytið í dag. Frostið í Víðidal, ofan Elliðárdals, fór mest niður í -14,6 gráður í dag á mælistöð Veðurstofunnar.KMU Lengingin fyrstu dagana eftir vetrarsólhvörf er það lítil að henni er gjarnan líst sem hænufeti. Núna gerist þetta hraðar og lengingin í borginni þessa vikuna er um fimm mínútur milli daga. Birtubreytingin er misjöfn eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig hefur daginn lengt um eina klukkustund og 36 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 54 mínútur í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Á Akureyri verður lenging dagsins orðin ein klukkustund og fimmtán mínútur á morgun. Þar varir dagsbirtan á morgun í fjórar klukkustundir og tuttugu mínútur, samanborið við þrjár klukkustundir og fjórar mínútur á vetrarsólstöðum. Þar er lengingin núna um sex mínútur milli daga. Fólk reynir að nýta hylinn neðan stíflu til brauðgjafa til fuglanna eftir að Árbæjarlóns nýtur ekki lengur við. Þar sjást þó aðeins endur en engar álftir. Fjær má sjá Árbæjarsafn í vetrarsólinni.KMU Á stysta degi ársins varði dagsbirtan í Grímsey í tvær klukkustundir og ellefu mínútur en á morgun varir hún þar í þrjá klukkustundir og 48 mínútur. Lengingin næstu daga þar er einnig hraðari, eða yfir sjö mínútur milli daga. Í Vestmannaeyjum var stysti dagur ársins fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur. Dagurinn hjá Eyjamönnum á morgun verður kominn upp fimm klukkustundir og 23 mínútur. Vestmanneyingar njóta þannig 17 mínútum lengri birtutíma á morgun heldur en Reykvíkingar og einni klukkustund og 35 mínútum lengri en Grímseyingar. Sólin nær einnig stöðugt hærra upp á sjóndeildarhringinn. Í Reykjavík er hádegi á morgun klukkan 13.35 og þá verður sólarhæð 4,3 gráður. Á hádegi þann 21. desember var sólarhæð 2,7 gráður í borginni.
Heilsa Heilbrigðismál Reykjavík Grímsey Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira