Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45