Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla.
Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim.

Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup.
Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending:
Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir:
Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2.