Norska smalakonan segist vera kölluð trans-Íslendingur Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2021 06:13 Silje Dahlen Alviniussen er frá Tønsberg í Noregi, sem til forna hét Túnsberg, en hefur undanfarin fjögur ár búið á Íslandi. Einar Árnason „Mig langaði bara að búa hérna, einhvernveginn. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af landinu. Fólk er oft að gera grín að mér, segir að ég sé trans-Íslendingur. Ég er bara fædd í vitlausu landi,“ segir hin norska Silje Dahlen Alviniussen og hlær, nýkomin úr sex daga fjárleitum að Fjallabaki þriðja árið í röð. Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla. Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim. Réttardagurinn hófst við fossinn Tröllkonuhlaup í Þjórsá. Þar var fé dregið í sundur sem komið var niður af hálendinu á undan aðalfjárrekstrinum.Einar Árnason Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup. Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending: Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir: Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2. Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Noregur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32 Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Sjónvarpsmenn Stöðvar 2 lentu í þeirri neyðarlegu stöðu á Landmannaafrétti í haust, við upptökur á þættinum Um land allt, að trufla fjárrekstur tveggja kvenna með þeirri afleiðingu að kindahópurinn tók á rás til fjalla. Fréttamaðurinn hafði beðið þær um að stíga af hestbaki og koma í viðtal en á meðan hann var að stilla þeim upp ruku þær skyndilega í burtu þegar þær áttuðu sig á því að kindurnar voru að sleppa frá þeim. Réttardagurinn hófst við fossinn Tröllkonuhlaup í Þjórsá. Þar var fé dregið í sundur sem komið var niður af hálendinu á undan aðalfjárrekstrinum.Einar Árnason Þremur dögum síðar, að morgni réttardagsins 25. september, rekumst við aftur á aðra þeirra, hina norsku Silje. Hún var þá stödd í einskonar forréttum á bökkum Þjórsár við fossinn Tröllkonuhlaup. Fréttamaðurinn hafði vonast til að smalakonurnar hefðu náð að redda málunum uppi á fjöllum þremur dögum áður en hér lýsir Silje því hvernig það fór. Einnig segir hún okkur frá því hversvegna hún tók upp á því fyrir fjórum árum að flytja til Íslands og hversvegna fólk kalli hana trans-Íslending: Hér geta áhorfendur svo séð neyðarlega atvikið þegar fréttamaðurinn flæktist fyrir: Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Maraþoni Stöðvar 2.
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Noregur Hestar Um land allt Tengdar fréttir Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32 Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. 4. janúar 2021 22:32
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. 19. desember 2020 23:41