Valdataka í Reykjavík Vigdís Hauksdóttir skrifar 7. janúar 2021 14:00 Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun