Fannst nakinn á flótta við fljót krökkt af krókódílum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 10:29 Maður sagðist hafa verið villtur í fjóra daga en yfirvöld telja hann hafa verið á flótta undan réttvísinni. Skjáskot Ástralskur maður, Luke Voskresensky, sem talinn er hafa verið á flótta undan réttvísinni fannst fyrir tilviljun fyrr í vikunni þar sem hann sat nakinn á fenjavið við fljót nærri Darwin í Ástralíu. Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu. Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu.
Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira