Þetta segir hann í samtali við Viborg Stifts Folkeblad. „Ég hef fengið mikla hvatningu og þetta er eitthvað sem ég vil skoða,“ segir Wilbek.
Embætti varaformanns í Venstre er nú laust eftir að formaður flokksins, Jacob Ellemann-Jensen, bað Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, að hætta. Sagði Elleman-Jensen að Støjberg hafi ítrekað gengið og talað gegn línu formannsins. Þau gætu ekki unnið saman lengur.
Ulrik Wilbek setur þó þrjú skilyrði fyrir því að hann myndi taka varaformennskuna að sér: Að hann muni áfram starfa sem borgarstjóri Viborg, að varaformaður yrði ekki eins áberandi og hann var í varaformennskutíð Støjberg og svo að það verði ekki kosningabarátta um nýjan varaformann, það er að hann yrði sjálfkjörinn.
„En ef við ætlum að hafa stjórn á flokknum, þá verður auðvitað einhver að bjóða sig fram,“ segir Wilbek.
Wilbek stýrði lengi danska landsliðinu, en árið 2014 tók Guðmundur Guðmundsson við liðinu. Guðmundur stýrði danska liðinu til Ólympíugulls á leikunum í Rio de Janeiro árið 2016, en mikið var þá fjallað um að Wilbek reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum.