„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 08:01 Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, á kosningafundinum í Georgíu í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira