Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 19:07 Yfirlæknir á Grund segir fulla ástæðu til að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólk í viðkvæmum hópum. Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira