Segir Ísland áfram gott án Arons Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 16:30 Luis Frade stekkur upp til varnar í leiknum við Þýskaland um 5. sæti á EM fyrir ári síðan. Portúgal tapaði leiknum en náði samt sínum besta árangri frá upphafi á EM. Getty/Martin Rose Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. Það varð endanlega ljóst um helgina að Aron yrði ekki með Íslandi í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM, á miðvikudag og næsta sunnudag, né heldur á HM í Egyptalandi þar sem fyrsti leikur Íslands er einnig við Portúgal 14. janúar. Þeir Aron og Frade hafa verið liðsfélagar hjá Barcelona síðan í sumar og léku með liðinu í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu á milli jóla og nýárs. Aron varð svo að draga sig til hlés vegna meiðsla en Frade er mættur til Portúgals til æfinga með portúgalska landsliðinu, sem ekki glímir við nein meiðslavandræði. „Hann [Aron] er lykilmaður en engu að síður þá breytir þetta ekki leik íslenska liðsins. Íslendingar spila vel með og án hans. Þeir eru með leikmenn sem skilja handbolta og hafa mikil gæði, og geta reynst okkur erfiðir,“ sagði Frade við heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. Ísland vann síðast en Portúgal náði lengra Frade skoraði tvö mörk fyrir Portúgal í 28-25 tapinu gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan, þegar Aron skoraði fimm mörk. Portúgal komst þó lengra á mótinu og endaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Það er besti árangur sem Portúgalar hafa náð. „Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og undirbúa okkur vel, en ef við spilum okkar leik og höldum einbeitingu í vörninni þá erum við með gæðin til að vinna báða leikina [í undankeppni EM],“ sagði Frade. Ísland og Portúgal koma til með að berjast um efsta sæti 4. riðils í undankeppni EM en í riðlinum eru einnig Ísrael og Litáen. Ísland vann risasigur á Litáen í nóvember í sínum eina leik til þessa en Portúgal hefur unnið bæði Litáen og Ísrael. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM og liðin í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast þangað einnig. Á HM eru Ísland og Portúgal svo með Alsír og Marokkó í riðli. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla þar sem þau mæta þremur efstu liðum E-riðils, þar sem Frakkland, Noregur, Austurríki og Bandaríkin spila. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07 Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46 Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38 Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31 Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Það varð endanlega ljóst um helgina að Aron yrði ekki með Íslandi í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM, á miðvikudag og næsta sunnudag, né heldur á HM í Egyptalandi þar sem fyrsti leikur Íslands er einnig við Portúgal 14. janúar. Þeir Aron og Frade hafa verið liðsfélagar hjá Barcelona síðan í sumar og léku með liðinu í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu á milli jóla og nýárs. Aron varð svo að draga sig til hlés vegna meiðsla en Frade er mættur til Portúgals til æfinga með portúgalska landsliðinu, sem ekki glímir við nein meiðslavandræði. „Hann [Aron] er lykilmaður en engu að síður þá breytir þetta ekki leik íslenska liðsins. Íslendingar spila vel með og án hans. Þeir eru með leikmenn sem skilja handbolta og hafa mikil gæði, og geta reynst okkur erfiðir,“ sagði Frade við heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. Ísland vann síðast en Portúgal náði lengra Frade skoraði tvö mörk fyrir Portúgal í 28-25 tapinu gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan, þegar Aron skoraði fimm mörk. Portúgal komst þó lengra á mótinu og endaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Það er besti árangur sem Portúgalar hafa náð. „Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og undirbúa okkur vel, en ef við spilum okkar leik og höldum einbeitingu í vörninni þá erum við með gæðin til að vinna báða leikina [í undankeppni EM],“ sagði Frade. Ísland og Portúgal koma til með að berjast um efsta sæti 4. riðils í undankeppni EM en í riðlinum eru einnig Ísrael og Litáen. Ísland vann risasigur á Litáen í nóvember í sínum eina leik til þessa en Portúgal hefur unnið bæði Litáen og Ísrael. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM og liðin í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast þangað einnig. Á HM eru Ísland og Portúgal svo með Alsír og Marokkó í riðli. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla þar sem þau mæta þremur efstu liðum E-riðils, þar sem Frakkland, Noregur, Austurríki og Bandaríkin spila.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07 Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46 Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38 Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31 Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07
Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46
Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38
Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09