Úranauðgun Íran hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 14:06 Hassan Rouhani, forseti Írans, gaf skipun fyrir aukinni úranauðgun í morgun. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira